Ég skal byrja á þessu...

Sæl veriði. Ákv að rita niður ein ófáorð,þar sem það er nú frekar rólegt hjá mér í vinnunni. Við nöfnur höfum ákv ekki í fyrsta skiptið að reyna enn einu sinni að halda uppi bloggi Wink lofum því samt ekki að vera neitt rosa duglegar með það...

Vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og nýtt ár þar að leiðandi og vonandi hafið haft það sem allra notalegast. Smile

Kannski að ég byrji á því að segja eitthvað um mig, ég vinn enn á næturvöktum á sambýli.Byrjaði þar reyndar 1.sept og mér líkar það bara vel,þó svo að sólarhringarnir fara stundum alveg í rugl hjá mér og ég veit ekki hvort snýr upp né niður lengur hehe. Sé það samt núna að ég hefði alveg getað keyrt í vetur líka og hefði ekki átt að kvíða svona fyrir snjónum,það er sama sem og ekki búið að vera neinn vetur fram að þessu.En ég vann einmitt við það að keyra treiler og kassabíl hér innanbæjar í sumar hjá Eimskip Grin Ætla að sækja um að keyra aftur næsta sumar þá annað hvort um treilerinn og eða prufa vörubílinn,en eins og ástandið er í dag eru ekki miklar líkur á því að maður fái vinnu við það strax aftur en við sjáum til hvernig fer,ég verð þá bara hér áfram sé ekkert að því.

Þegar ég lít yfir árið að þessu sinni þá finnst mér það hafa farið alveg ótrúlega hratt framhjá mér.Ár síðan ég hætti að reykja og missti ömmu mína (15des) Ólöf mín flutti suður(í jan) Hætti loksins í sjoppubransanum,fékk fyrsta tækifærið við það að keyra í sumar eftir að hafa verið með meiraprófið í ár og fór að vinna á sambýli.Fór að ég held 3-4 sinnum suður,eina helgi í útileigu,2-3 sinnum í sumarbústaðinn okkar,komst líka að því hverjir eru vinir mínir,Lítið var um partýstand hjá manni þetta árið en spilakvöldin fóru aðeins að segja til sinn þegar það fór að líð á sumarið,einnig byrjaði ég í ræktinni þegar líða fór á sumarið og náði ég að draga mömmu og systir mína með mér og svona undir lokin Guðnýju vínkonu. Þannig á heildina séð hef ég bara verið að vinna og verið róleg þetta árið. Wink

Enn ég er svo strax farin að spá í næsta ári og ákv hvað skal ''REYNA''að gera Joyful eitthvað að því er t.d byrja í átaki 4jan og fer svo á lífstílsnámskeið 12jan með mömmu,systir minni og held að Guðný ætli að vera með okkur í einar 16 vikur.Ég er að skoða það að taka fjarnám í dön og ísl í vma ef ég kemst að,Er að spá í að taka mótorhjólaprófið Halo taka bóklega núna og svo verklega þegar göturnar leyfa,Var einnig að spá að festa mér kaup á kassagítar og fara í tónlistarskólann og læra loksins á spila á þetta hljóðfæri sem mig hefur lengi dreymd um að geta spilað á,mig langar líka til þess að ''reyna''smala saman góðum vinum og fara allann hringinn í kringum landið okkur og taka alveg max 2 vikur í það,fara oftar í sumarbústaðinn okkar í sumar,langar líka til þess að skoða þjóðhátíðina í eyjum þetta árið,auðvitað verður maður núna að vinna líka eitthvað og svo má ekki gleyma að ég verð 25ÁRA 13feb,svo verður brúðkaup í ágúst,mér er strax farið að hlakka til og sjá hvernig árið 2009 kemur út hjá mér hef góða tilfinningu fyrir því.Smile

Ég fann þetta flotta mottó hér á netflakinu mínu eina nóttina og mig langaði til þess að deila því með ykkur,fannst þetta eitthvað svo eiga við mig og ætla að gera það að mínu líka.Vona að höf. leyfi mér það. Smile

Work like you don´t need the money

dance like noone is watching,

love like you´ue never been hurt...

Ég er búin að vinna öll jólin og get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn svefn þessa vikuna ,var nú samt frekar ánægð með það að vera vinna um jólin en ekki áramótin.Er svona meira fyrir þau,sprengjurnar,ljósin og lætin.hef ekki enn ákv hvað skal gera um nóttina en Guðný vildi að ég kæmi með henni niðrí bæ,ætli ég láti það ekki eftir mér,fékk líka þessa fínu koníakflösku í jólagjöf svo ekki þarf ég að versla mikið áfengi Tounge en það kemur í ljós,á eftir að heyra betur í henni.Svo verður ekkert drukkið þar til 13Feb,plannið var nú að fara í helgarferð út til Danmerku,London,París eða Róm þá en eins og evran er í dag fer maður ekki langt útfyrir landsteinana Angry helvítis! Það verður þá bara grímupartý í staðin eða eitthvað álíka klikkað. (Endilega komið með hugmyndir af ógleymanlegri afmælisveislu handa mér Grin)

Jæja kl: að ganga í 04:30 síðasti þvotturinn komin í þurkarann,ætla að kíkja á fólkið á gá hvort sængurnar sé ekki á sinnum stað og allt sé klárt fyrir þau á morgun og undirbúa morgunmatinn þeirra..bíð svo og láta tærnar uppí loft þar til ég vek þau um kl: 06:30 svo er ég búin um kl: 09:00 og fer þá í vikufrí næsSmile og ekki get ég sagt að ég sofi lengi á morgun því ég þarf að finna mér jakka/kápu á morgun eða á þri og svo þarf ég eða láta aðra stytta buxurnar mínar sem ég ætla að vera í á ármótunum svo þarf ég líka að skrá mig í skólann úfff og kannski ég skoli af bílnum mínum líka rétt aðeins hehe alltaf hef ég eitthvað að gera.

Já ætli þessi ófá orð mín hafi ekki tekið eina A4 blaðsíðu,held að þetta sé gott í bili ég læt þá örugglega ekkert í mér heyra fyrr en á því nýja 2009,hafið það gott á mið og farið varlega í sprengjunum og drykkjunni.

Heyrumst 

Ólöf Rut .

 

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Velkomnar á bloggið nöfnur mínar. Vonandi lætur Ólöf Kristín ekki sitt eftirliggja í skrifum og lætur til sín heyra sem fyrrst. Gangi ykkur vel í því sem þið takið ykkur fyrir hendur.Kveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:27

2 identicon

Ég læt í mér heyra :)

Ólöf K (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Sælar nöfnur og velkomnar aftur og aftur og ..............Vona að nýja árið verið ykkur gjöfult og skemmtilegt Áramótakveðjur héðan

Hrönn Jóhannesdóttir, 31.12.2008 kl. 00:14

4 identicon

Já áramótaheitið verður kannski blogga oftar hehe:)

Ólöf (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband