Smá update :)

Ætla að skrifa einhverja smá klausu hérna svo þið haldið ekki að ég sé dauð. En skólinn er byrjaður aftur af fullum krafti og verður nóg að gera þessa önnina. Er í 4 fögum, einu námskeiði og einum vinnustaðaáfanga. Þannig að það verður bara vinna og skóli hehe.

En er að fara úr bænum á morgun, er að fara vestur á firði, verður gott að komast aðeins úr borginni. Er að fara til Bolungarvíkur að hitta vinkonu mína, það verður stuð á þeim bænum. En áætluð næsta norðanferð 13feb - 15feb því þá verður Rut 25 ára... gamlagamla:) En ég þyrfti áður að koma helv.. bílnum á verkstæði og láta athuga hann, það er að mínu mati einhver óhljóð í kagganum. Kemur í ljós hvað er. En þar sem það er lítið að frétta af mér, þá ætla ég að láta þetta gott í bili. Góða helgi öllsömul.

 Ólöf Kristín ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já sæl frænka hélt reyndar að þú værir dauð Hlustaði á dánarfregnir og jarðafarir en heyrði sem betur fer ekki þitt nafn Jæja skvísa beið eftir þér um daginn með tertur og næs en varð að henda þeim því terturnar fóru að mygla Keyrðu varlega á vestfirðina og gangi þér vel með skólann og velkomin í hópinn vinna,læra og sofa

Hrönn Jóhannesdóttir, 16.1.2009 kl. 00:48

2 identicon

Ég fór fljúgandi:)

Ólöf (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég vissi að þú varst ekki dauð, tel mig vera eina af fyrstu sem fengi svoleiðis fréttir af þér. Skil vel að þú sért löt að blogga. Það hendir líka þá sem ekki eru í skóla, námi og vinnu, en samt er það nú svo að tíminn flýgur hratt. Vonandi skemmtir þú þér vel á vestfirðinum og kemur aftur endurnærð úr þeirri ferð. Gangi þér allt í haginn. kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband